Wheel of life, BBC /LAT
Sjálfsþekking &þroski
Vilt þú vera hugrakkari en jafnframt blíðari útgáfa af sjálfri/sjálfum þér og hætta að lifa lífinu á sjálfstýringu?
Markþjálfun einstaklingsmiðuð þjálfun sem hefur það að markmiði að enduruppgötva það sem nærir og hvernig best sé að rækta það. Þjálfunin skapar rými til að kynnast líkama, hjarta og huga betur — því sem hvetur og letur og hafa áhrif á þá vitneskju. Þjálfunin hentar vel til þess að setja sér og ná persónulegum markmiðum — brúa bil þess sem við viljum gera og þess sem við raunverulega gerum.
Hvernig set ég mér raunhæf markmið — frá hjartanu?
Hvernig dýpka ég skilning á eigin gildum, óskum og löngunum?
Hver er ég þegar ég sætti mig við eigin ókosti — af sjálfsvirðingu?
Hver er ég þegar ég upplifi neikvæða endurgjöf ekki sem ógn heldur tækifæri til vaxtar?
*Má auðveldlega aðlaga að fjölbreyttum óskum og þörfum starfsmanna hverju sinni.
Að hugvekju og námskeiði loknu fá einstaklingar tæki og tól sem gera þá betur í stakk búna til að laga sig að breyttum aðstæðum, auka útsjónarsemi og sjálfsþekkingu.
MARKÞJÁLFUN
Minnst 3ja mánaða ferli
Einstaklingar
íslenska, danska
Wheel of life, BBC /LAT