Wheel of life, BBC /LAT
Núvitund ​á hlaupum
Vilt þú vera höfundur eigin lífs og koma auga
á tækifærin sem felast í hindrunum?
Núvitund á hlaupum er lífleg hugvekja fyrir stóra jafnt sem smærri hópa. Hugvekjan skoðar aðferðarfræði BBC (líkami, andi, tenging), sem gerir okkur kleift að virkja og þróa eigin útgáfur — í vinnunni, hversdeginum og innra með okkur. Núvitundarþjálfun tekur tillit til líkamlegra einkenna, tilfinninga og hugsana samtímis, og nálgast áskoranir á heildstæðan hátt með virkri athygli í andartakinu og án þess að dæma.
​
Hver er ég þegar ég þarf/vil ekki breyta neinu heldur tek eftir því sem er nú þegar?
Hver er ég þegar ég leyfi tilfinningum mínum að vera partur af mér í stað þess að skilgreina mig?
Hver er ég þegar ég nem staðar og sé tækifæri í hindrunum?
Hver er ég þegar ég gef mér andrými til að skipta úr sjálfstýringu í eftirtekt?
​
*Má auðveldlega aðlaga að fjölbreyttum óskum og þörfum starfsmanna hverju sinni.
Að hugvekju og námskeiði loknu fá einstaklingar tæki og tól sem gera þá betur í stakk búna til að laga sig að breyttum aðstæðum, auka útsjónarsemi og sjálfsþekkingu.
HUGVEKJA
1 klst. *
Hópar, fyrirtæki & ráðstefnur
íslenska, danska
Wheel of life, BBC /LAT