Wheel of life, BBC /LAT
Framkoma & útgeislun
Vilt þú fara í atvinnuviðtal, verja ritgerð, eða landa styrk, og vera öflugasta útgáfan af sjálfri/sjálfum þér?
Framkoma og útgeislun er námskeið sem miðar að því uppgötva, efla og þjálfa styrkleika hvers og eins, hvort sem er í ræðu eða riti. Á námskeiðinu hefur Charlotte tekist að blanda saman því besta úr smiðju leikara, markþjálfa, kennara og fyrirlesara. Á námskeiðinu er horft bæði inn og út á við, með það að markmiði að efla þekkingu og færni hvers og eins.
Hvernig efli ég eigin útgeislun og sjálfsvirðingu?
Hvernig tjái ég mig sem sterkasta útgáfan af sjálfri/sjálfum mér?
Hvernig kynni ég mig og verkið mitt á hrífandi hátt sem byggist á etos, logos og patos?
Hvernig dreg ég fram styrkleika mína og slekk á innri gagnrýnisröddum?
*Má auðveldlega aðlaga að fjölbreyttum óskum og þörfum starfsmanna hverju sinni.
Að hugvekju og námskeiði loknu fá einstaklingar tæki og tól sem gera þá betur í stakk búna til að laga sig að breyttum aðstæðum, auka útsjónarsemi og sjálfsþekkingu.
NÁMSKEIÐ
1X4 klst. *
Stjórnendur, kennarar, prestar, stúdentar t.d.
íslenska, danska
Wheel of life, BBC /LAT